Með þér yfir lokamarkið! 

Viltu verða sterkari, hraðari og betur undirbúnari fyrir Hyrox keppnir eða almennt heilbrigðari?
Hyrox.is býður uppá öfluga fjarþjálfun fyrir alla - hvort sem þú ert byrjandi eða reyndur keppandi fyrir aðeins 7.990 kr. á mánuði!

Skráðu þig í dag og byrjaðu að æfa af krafti!

5 SKIPURLAGÐAR
ÆFINGAR Í VIKU

Sérhannaðar æfingar yfir Hyrox- keppni með blöndu af hlaupum og vinnustöðvum. Jafnvægi milli erfiðra lotuæfinga, langar vinnulota og styrktar/aukavinnu. 3 æfingar í viku sem eru samsettar af lyftingum, Hyrox þjálfun og aukavinnu. Allar settar upp með liðkun og upphitun.
2 hlaupaæfingar í viku settar upp með upphitun.

MÆLANLEGUR ÁRANGUR

Aðgangur að þjálfunar -appi sem heldur utanum æfingar og framvindu. Æfingavikan öll er birt á sunnudegi svo iðkandi geti undirbúið sína viku.

Æfingar henta hvort sem þú ert í fullbúnni CrossFit/Functional stöð eða almennri æfingarstöð. Aðlögunar möguleikar ef iðkandi er með takmarkaðan aðgang að tækjum td. sleða og sandpoka.

3 ERFIÐLEIKASTIG

Æfingar settar upp í þremur erfiðleikastigum: Pro – Open – Start. Þannig getur iðkandi aðlagað sína þjálfun eftir getu.
Prógrammið inniheldur Ólympískar lyftingar og fimleikaæfingar en með aðlögunar möguleikum.

fjarþjálfunarprógram

HYROX ICELAND

Verð fjarþjálfunarprógramms Hyrox.is er 7.990 kr á mánuði. Iðkandi fær sendan greiðsluseðil í netbanka og hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er. Þú greiðir þá út þann mánuð.

Hybrid training er einnig með prógram fyrir líkamsræktar stöðvar. Hyrox prógramm og/eða CrossFit próramm.

Hyrox prógrammið er frábær viðbót inn í þína Functional stöð. Hægt er að velja um 2 æfingar eða 3 æfingar á viku + hlaupaæfingu. Prógrammið (eins og fjarþjálfunarprógrammið) er gefið út með þrjú erfiðleikastig. Á þessu prógrammi eru ekki Ólympískar lyftingar og fimleikaæfingar í algeru lágmarki.
Hyrox programmið hentar þeim stöðvum sem eru með breitt bil iðkenda og á mismunandi getustigi sem vilja allir hámarka afköst sín á æfingum.

Crossfit prógrammið er lotuskipt, heilsteypt prógram með lyftingum og METCONS. Hér er markmiðið að hafa gaman að því að æfa en bæta styrk og þol í leiðinni. Prógrammið er gefið út með þrjú erfiðleikastig og allir ættu því að geta aðlagað æfinguna fyrir sig. Lotumiðað Ólympískt lyftingarprógram sem skiptis í 8 vikna lotur og hjálpar okkur að auka styrk og skilning á þessum flóknu hreyfingum sem Ólympískar lyftingar eru.
Prógrammið er alla daga vikunnar.

Fyrir einstaklinga

Hyrox miðað prógram
5 æfingadagar í viku
3 lyftingar+Hyrox+aukavinna
2 hlaupaæfingar
Verð – 7.990 kr.

Fyrir líkamsræktarstöðvar

Hyrox miðað prógram
2 æfingar í viku + hlaupaæfing – 12.990 kr. 3 æfingar í viku + hlaupaæfing – 15.990 kr.
Crossfit miðað prógram
7 æfingar í viku – 16.990 kr.

HVAÐ ER HYROX?

Hyrox er hagnýtt æfingakerfi byggt í kringum alþjóðlega keppni sem kallast Hyrox.

Keppnin sem samanstendur af 8 æfingar stöðvum með 1 km hlaup á milli stöðva. Stöðvarnar reyna á styrk, hraða og úthald.

Hyrox keppnir eru haldnar um allan heim og hægt er að keppa í einstaklingsflokk, með félaga (Doubles) eða sem hluti af boðliði (Relay – 4 saman).

SJÁ MEIRA Á HYROX.COM

Öflugt samfélag

Vertu hluti af sterku og hvetjandi Hyrox samfélagi. Deildu árangri, spurðu spurninga og fáðu stuðning.

Upplifðu keppnisanda og samstöðu Hyrox!

ÞJÁLFARARNIR OKKAR

Í teymi okkar eru reyndir þjálfarar/keppendur með áralanga reynslu af þjálfun í CrossFit, lyftingum, hlaupum og nú Hyrox

Þjálfarar bjóða einnig upp á einstaklingsmiðaða þjálfun – ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á því !

Alma Hrönn Káradóttir

Alma Hrönn kemur úr heimi CrossFit og hefur keppt á fjöldamörgum mótum,  í CrossFit, Ólympískum- og kraftlyftingum og allskyns þrek mótum, bæði hér heima og erlendis. Alma hefur þjálfað functional/CrossFit þjálfun síðan 2013.

Ómar Freyr Sævarsson

Ómar Freyr er frjálsíþrótta keppandi,  en hann byrjaði að stunda frjálsar íþróttir aðeins 7 ára gamall.

Ómar hefur reynslu af þjálfun frá 17 ára aldri. Þjálfun frjálsra íþrótta, hóptíma og einkaþjálfun.

og taktu næsta skref í þinni Hyrox – vegferð!

Komdu aftur sem fyrst 🙂